Nýjar fréttir

Nauðsynleg námsgögn verða nemendum að kostnaðarlausu

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur ákveðið að veita sérstaka fjárveitingu til skólans til kaupa á nauðsynlegum námsgögnum fyrir nemendur Flúðaskóla. Í fyrra tókum við þá ákvörðun að útvega nemendum stílabækur og möppur, en göngum nú alla leið, og verða því námsgögn og áhöld sem nemendur þurfa að nota í skólanum þeim að

Sumarfrí og skólabyrjun

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 26. júní til 10. ágúst.

Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst, tímasetning auglýst síðar.

Hafið það sem allra best í sumarfríinu og við hittumst endurnærð í ágúst.

 

Skólaslit

Skólaslit Flúðaskóla verða fimmtudaginn 1.júní í Félagsheimili Hrunamanna kl. 14:00.

Þeir nemendur sem eiga rétt á skólaakstri stendur til boða akstur á skólaslitin, ef þið þurfið að nýta ykkur það þá þarf að hafa samband við ritara fyrir kl. 13:00 mánudaginn 29.maí í síma 480-6610 eða á netfangið ritari@fludaskoli.is 

Lausar stöður við Flúðaskóla

Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar

Tónmenntakennari

Starfshlutfall 40 % ótímabundin ráðning, tónmennt í 1. – 5. bekk og kór.

Íþróttakennari

Starfshlutfall 60 % tímabundin ráðning skólaárið 2017 – 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem grunnskólakennari
  • Lipurð og hæfni í samskiptum
  • Vera opinn fyrir nýjungum í skólastarfi

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til

„Að deila er dyggð“

Miðvikudaginn 10. maí verður fundur á vegum Skólaþjónustu Árnesþings fyrir alla kennara í skólum sem tilheyra henni.  Heimakstur verður því  kl. 13:30 þann dag. Nemendum í 1. – 4. bekk er boðið upp á að vera í gæslu í skólanum til kl. 15:10 ef foreldrar þurfa á að halda, en

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn!

19. apríl 2017|0 Comments

 

Stjórnendur Flúðaskóla bjóða foreldrum til áhugaverðs stefnumóts í Flúðaskóla miðvikudaginn 26. apríl kl. 16:00 – 18:00.

Dagskrá:

  • Kynning á nýrri læsisstefnu leik- og grunnskóla Hrunamannahrepps
  • Er heimanám barn síns tíma?
  • Hlé – kaffiveitingar
  • Hvernig er best að hátta samstarfi heimilis og skóla?

 

Hlökkum til að hitta ykkur á stefnumóti í Flúðaskóla!

Opinn skóli

30. mars 2017|0 Comments

Vikuna 3.-7. apríl verður ,,Opinn skóli“ fyrir foreldra í Flúðaskóla í annað skipti í vetur.  Í samræmi við skólastefnuna viljum við tengja foreldra sem best við starfið okkar, og því skorum við á foreldra að koma í heimsókn, þegar þeim hentar, og taka virkan þátt í starfinu með okkur. Við

Stóra upplestrarkeppnin

10. mars 2017|0 Comments

Vinningshafar 2. sæti Hallgerður Höskuldsdóttir Flóaskóla, 1. sæti Óskar Snorri Óskarsson Flúðaskóla og 3. sæti Valdimar Örn Ingvarsson Þjórsárskóla

Fimmtudaginn 9. mars var Stóra upplestrarkeppnin fyrir okkar svæði haldin í Aratungu í Reykholti, þar sem 12 nemendur frá sex skólum lásu bæði texta og

Árshátíð 2017

17. febrúar 2017|0 Comments

Þessa dagana er mikið um að vera  í skólanum, enda undirbúningur fyrir árshátíð að ná hámarki.

Árshátíð yngsta- og miðstigs verður þriðjudaginn 21. febrúar kl 16:15 í Félagsheimilinu. Sýnt verður leikverkið Úti er ævintýri. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. 

Fimmtudaginn 23. febrúar verður árshátíð unglingastigs haldin. Boðið verður upp á hátíðarmat og nemendur

Skákdagurinn

30. janúar 2017|0 Comments

Skákdagurinn 2017 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik, sem enn teflir á fullu var lengi meðal bestu skákmanna heims.

Flúðaskóli tók slaginn á skádeginum með þeim hætti

Námsmat

12. janúar 2017|0 Comments

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að nemendur fá ekki útprentaðar námsmatsmöppur á miðjum vetri heldur verður allt námsmat aðgengilegt á fjölskylduvef Mentors. Af þessu tilefni bjóðum við ykkur í heimsókn og þiggja aðstoð við að átta ykkur á nýju viðmóti og námsviðmiðum. Heitt verður á könnunni þriðjudaginn 17. janúar og

Starfsdagur

10. janúar 2017|0 Comments

Á morgun, miðvikudaginn 11.janúar, er starfsdagur hjá okkur hér í Flúðaskóla og því enginn skóli hjá nemendum.