Nýjar fréttir

Vinátta er vernd gegn einelti – fræðsla fyrir foreldra og aðra áhugasama

Þriðjudaginn 25. október  kl 17:30 mun Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, vera með fræðslu fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa, í Flúðaskóla, um mikilvægi vináttu fyrir börn og unglinga, samskipti, einelti og börn í félagslegum vanda.
Megin áhersla verður á leiðir fyrir foreldra til að aðstoða börn sín

Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur í Flúðaskólar

Nemendur í 3. og 4. bekk fá kökusneið. Nemendur í 3. og 4. bekk fá kökusneið.

Nemendur og starfsfólk Flúðaskóla tók þátt í bleika deginum með því  að mæta í bleiku í tilefni dagsins var síðan komið á óvart með gulrótarköku með

Forvarnardagurinn 2016

Í gær var Forvarnardagurinn og tók 9.bekkur þátt í honum. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Bekkurinn horfði á myndband og vann í umræðuhópum þar sem þau veltu m.a. fyrir sér forvarnargildi skipulagðra tómstunda

Vetrarfrí og starfsdagur

Vetrarfrí verður í Flúðaskóla 17. og 18.október nk. Starfsdagur kennara er svo í beinu framhaldi af því þann 19.október.

 

List fyrir alla

Í dag fengum við í heimsókn til okkar góða gesti en það voru tónlistarmenn á vegum verkefnisins „List fyrir alla“. Þeir fóru með okkur í ferðalag suður um höfin og kynntu fyrir okkur ýmis lönd í Suður – Ameríku í málum og myndum. Afar skemmtilegt í alla staði.

 

http://listfyriralla.is/event/sudur-um-hofin/

https://youtu.be/z1OUer5Y9_s

Kennaraþing 6. og 7. október

4. október 2016|0 Comments

Heimakstur verður á hádegi hjá öllum nemendum fimmtudaginn 6.október vegna Kennaraþings, og er enginn skóli  föstudaginn 7. október

Skólasel verður opið fyrir þau börn sem þar eiga vistun á fimmtudeginum.

  • Nemendur fá hádegismat á fimmtudag 

 

Norræna Skólahlaupið

3. október 2016|0 Comments

IMG_0304Norræna Skólahlaupið fór fram í Flúðaskóla þriðjudaginn 27.september sl. Sól var á lofti en þó setti sterkur norðanvindur mark sitt á hlaupið. Alls tóku 86 af 93 nemendum skólans þátt í hlaupinu, en 7 nemendur áttu ekki heimagengt vegna veikinda eða

Aðalfundarboð Foreldrafélagsins

29. september 2016|0 Comments

Aðalfundur Foreldrafélags Flúðaskóla verður haldinn í matsal skólans,

mánudaginn 3.október 2016 kl 20:30

Dagskrá fundarins:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Kosning í stjórn félagsins
  • Kosning tveggja varamanna í stjórn félagsins
  • Kosning eins fulltrúa í

Norræna skólahlaupið

26. september 2016|0 Comments

Á morgun, þriðjudaginn 27.september, verður Norræna skólahlaupið í Flúðaskóla og þurfa því allir að koma með góða skó til að hlaupa í og fatnað við hæfi.Hægt verður að fara í sturtu að hlaupi loknu svo gott væri að hafa handklæði meðferðis.

-Boðið er uppá mislangar vegalengdir svo allir ættu að finna

Bilun í símkerfi

13. september 2016|0 Comments

Símkerfið er ekki enn komið í lag en hægt er að ná í skólann með því að hringja í 480-6611 og 480-6612

Bilun í símkerfi

12. september 2016|0 Comments

Símasambandslaust er hjá okkur í Flúðaskóla og kemst það ekki í lag fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Endilega notið tölvupóstinn til að hafa samband.

-fludaskoli@fludaskoli.is

-ritari@fludaskoli.is

Náms- og starfsráðgjafi

7. september 2016|0 Comments

Ánægjulegt er að segja frá því að Guðný María Sigurbjörnsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur hafið störf við Flúðaskóla um er að ræða sameiginlegan starfsmann grunnskólanna í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Guðný María verður á miðvikudögum í Flúðaskóla til að sinna náms- og starfsfræðslu, auk þess sem nemendur geta pantað viðtalstíma hjá