Nýjar fréttir

Vetrarfrí 26. – 28. febrúar

Nú er komið að vetrarfríinu okkar, nemendur fá frí mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 26. – 28. febrúar og þurfa því ekki að mæta í skólann fyrr en fimmtudaginn 1. mars. 

Hafið það sem allra best í fríinu!

Enginn skólaakstur

í dag miðvikudaginn 21. febrúar verður ekki skólaakstur og því fellur skólastarf niður. 

Nemendaþing um kynjajafnrétti

Í dag var haldið nemendaþing, markmið þingsins var að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og fá fram mismunandi sjónarmið og umræður.
Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa og 10. bekkingar voru borðstjórar sem stýrðu umræðum og

Gleðileg jól

Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár og takk fyrir samveruna á árinu sem er að líða.

Skólahald hefst aftur fimmtudaginn 4. janúar 2018.

Halldórsmótið verðlaunafhending

Verðlaunahafar í yngri flokki 2. sæti Patrik Gústafsson, 1. sæti Óðinn Freyr Árnason, 3. sæti Anna Katrín Víðisdóttir ásamt Árna Þór og Jóni Valgeirssyni sveitarstjóra Verðlaunahafar í eldri flokki Hjörtur Snær

Litlu jólin

18. desember 2017|0 Comments

Litlu jólin hjá okkur verða miðvikudaginn 20.des og hefjast kl.10:30.  Þau byrja inni í sinni heimastofu, borða svo jólamat í mötuneytinu og að því loknu fara allir saman út í félagsheimili.
Skemmtunin þar hefst með helgileik hjá 5.bekk og svo jólaball þar á eftir.
Heimakstur ekki seinna

Gjaldskrárbreytingar 1. janúar 2018

15. desember 2017|0 Comments

Breyting verður á  gjaldskrá frá og með 1. janúar 2018 og verður sem hér segir:

Ávaxta/grænmetishressing 77 kr. 

Skólamáltíð 360 kr.

Vistunar í skólaseli klukkutími 326 kr.

Síðdegishressing í skólaseli 117 kr.

 

Laus staða stuðningsfulltrúa

6. desember 2017|0 Comments

Flúðaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 65% starf frá og með 1. janúar 2018.  
Í starfinu felast m.a. létt þrif, aðstoð við nemendur og gæsla í frímínútum.

Við erum að leita að jákvæðri manneskju sem hefur gaman af því að vera með börnum í leik og starfi. Starfið hentar jafnt

„Opinn skóli“ verður 4. – 8. desember 2017

28. nóvember 2017|0 Comments

Vikuna 4. – 8. desember verður ,,Opinn skóli“ fyrir foreldra í Flúðaskóla eins og stendur á skóladagatalinu. 
Í samræmi við skólastefnuna viljum við tengja foreldra sem best við starfið okkar, því skorum við á foreldra að koma í heimsókn, þegar þeim hentar, og taka virkan þátt í starfinu með

Dagur íslenskrar tungu 17. nóvember 2017

16. nóvember 2017|0 Comments

Kl. 13:00 Kvíadalur

  • Setning
  • Kór Flúðaskóla syngur þrjú lög undir stjórn Önnu Þórnýjar við undirleik Önnu Birtu Schougaard og Margrétar Lilju Thorsteinsson.
  • 7. bekkingar hefja undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina með ljóðaflutningi
  • Skólabandið flytur eitt lag
  • Fjöldasöngur „ Á íslensku má alltaf finna svar“

Kl. 13:35 Háhnjúkur

  • 9. og 10. bekkur kynna verkefni um heimabyggðina, sem þau hafa

Dagur íslenskrar tungu

13. nóvember 2017|0 Comments

Föstudaginn 17. nóvember er tvöfaldur dagur á skóladagatalinu okkar, þennan dag verða nemendur í skólanum til klukkan 15:00 í stað 12:15.
Við ætlum að halda upp á  Dag íslenskrar tungu degi seinna en vant er sem er  16. nóvember, en þá er Halldórsmótið í skák á afmælisdegi Halldórs heitins Gestssonar.

Haustþing kennara

17. október 2017|0 Comments

Föstudaginn 20.október er haustþing kennara og því enginn skóli þann dag.