About Guðrún Pétursdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Guðrún Pétursdóttir has created 309 blog entries.

Norræna skólahlaupið

Á morgun, miðvikudaginn 27. september, verður Norræna skólahlaupið í Flúðaskóla og þurfa því allir að koma með góða skó til að hlaupa í og fatnað við hæfi.Hægt verður að fara í sturtu að hlaupi loknu svo gott væri að hafa handklæði meðferðis.

-Boðið er uppá mislangar vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

-Reiknað

Foreldrafundur 12. september

Þriðjudaginn 12. september verða hópfundir fyrir foreldra nemenda í Flúðaskóla, þar sem skólastarfið verður kynnt og farið yfir helstu mál sem allir þurfa að hafa á hreinu.

2. – 7. bekkur kl. 15:30 – 16:00

8. – 10. bekkur kl 16:15 – 16:45

Skólastofur verða opnar til kl 17:00, þar sem hægt verður að kynna sér námsefni og

Skólasetning

Skólasetning verður þriðjudaginn 22.ágúst kl. 9:00 – 11:00.

Við byrjum á því að hittast í Kvíadal og síðan fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar stofur.

Boðið er upp á skólaakstur.

Nauðsynleg námsgögn verða nemendum að kostnaðarlausu

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur ákveðið að veita sérstaka fjárveitingu til skólans til kaupa á nauðsynlegum námsgögnum fyrir nemendur Flúðaskóla. Í fyrra tókum við þá ákvörðun að útvega nemendum stílabækur og möppur, en göngum nú alla leið, og verða því námsgögn og áhöld sem nemendur þurfa að nota í skólanum þeim að kostnaðarlausu. Vegna þessa verða engir

Sumarfrí og skólabyrjun

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 26. júní til 10. ágúst.

Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst, tímasetning auglýst síðar.

Hafið það sem allra best í sumarfríinu og við hittumst endurnærð í ágúst.

 

Lausar stöður við Flúðaskóla

Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar

Tónmenntakennari

Starfshlutfall 40 % ótímabundin ráðning, tónmennt í 1. – 5. bekk og kór.

Íþróttakennari

Starfshlutfall 60 % tímabundin ráðning skólaárið 2017 – 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem grunnskólakennari
  • Lipurð og hæfni í samskiptum
  • Vera opinn fyrir nýjungum í skólastarfi

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 22. maí 2017.

Umsóknir skal senda

„Að deila er dyggð“

Miðvikudaginn 10. maí verður fundur á vegum Skólaþjónustu Árnesþings fyrir alla kennara í skólum sem tilheyra henni.  Heimakstur verður því  kl. 13:30 þann dag. Nemendum í 1. – 4. bekk er boðið upp á að vera í gæslu í skólanum til kl. 15:10 ef foreldrar þurfa á að halda, en það verður ekki boðið upp

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn!

 

Stjórnendur Flúðaskóla bjóða foreldrum til áhugaverðs stefnumóts í Flúðaskóla miðvikudaginn 26. apríl kl. 16:00 – 18:00.

Dagskrá:

  • Kynning á nýrri læsisstefnu leik- og grunnskóla Hrunamannahrepps
  • Er heimanám barn síns tíma?
  • Hlé – kaffiveitingar
  • Hvernig er best að hátta samstarfi heimilis og skóla?

 

Hlökkum til að hitta ykkur á stefnumóti í Flúðaskóla!

Stóra upplestrarkeppnin

Vinningshafar 2. sæti Hallgerður Höskuldsdóttir Flóaskóla, 1. sæti Óskar Snorri Óskarsson Flúðaskóla og 3. sæti Valdimar Örn Ingvarsson Þjórsárskóla

Fimmtudaginn 9. mars var Stóra upplestrarkeppnin fyrir okkar svæði haldin í Aratungu í Reykholti, þar sem 12 nemendur frá sex skólum lásu bæði texta og ljóð. Það er skemmst frá

Árshátíð 2017

Þessa dagana er mikið um að vera  í skólanum, enda undirbúningur fyrir árshátíð að ná hámarki.

Árshátíð yngsta- og miðstigs verður þriðjudaginn 21. febrúar kl 16:15 í Félagsheimilinu. Sýnt verður leikverkið Úti er ævintýri. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. 

Fimmtudaginn 23. febrúar verður árshátíð unglingastigs haldin. Boðið verður upp á hátíðarmat og nemendur í leiklistarvali sýna frumsamið leikriti