Miðvikudaginn 10. maí verður fundur á vegum Skólaþjónustu Árnesþings fyrir alla kennara í skólum sem tilheyra henni.  Heimakstur verður því  kl. 13:30 þann dag. Nemendum í 1. – 4. bekk er boðið upp á að vera í gæslu í skólanum til kl. 15:10 ef foreldrar þurfa á að halda, en það verður ekki boðið upp á akstur kl. 15:20 eins og venjulega.

Ef þú vilt þiggja gæslu fyrir barn þitt (á við nemendur í 1. – 4. bekk) frá 13:30 til 15:10 vinsamlegast tilkynntu það til ritara Flúðaskóla. Skólasel verður opið eins og venjulega fyrir þá nemendur sem eru skráðir í það.