Mikið er búið um að vera hér í skólanum undanfarnar vikur, í síðustu viku var árshátíð hjá 1. – 7. bekk en þar var Emil í Kattholti í aðalhlutverki. Sýningin var stórskemmtileg og mikið í hana lagt, enda mikið nám og vinna sem fer í undirbúning við að setja upp svona leiksýningar. Hægt er að sjá sýninguna á youtube rás Flúðaskóla hér er slóð á 1. hluta  og þar er hægt að finna alla sýninguna, en hún er í fimm hlutum þarna inni. 

Í þessari viku er ýmislegt á dagskrá hjá unglingunum, miðvikudagskvöldið 21. mars er árshátíð unglingastigs með hátíðarkvöldverði, kennarargríni og leikriti sem allir nemendur unglingastigs taka þátt í. Leikritið Hótel María er frumsamið verk sem Árni Þór Hilmarsson gerði í samvinnu við nemendur og kennara í árshátíðarvali og á hann heiður skilið fyrir það. 
Árshátíð unglingastigs á miðvikudagskvöldið er eingöngu fyrir nemendur, aðstandendur þeirra og starfsfólk skólans. Á fimmtudagskvöldið verður sýning fyrir almenning í Félagsheimili Hrunamanna kl 20:00, og er aðgangseyrir aðeins kr. 1000.- , ekki er gert ráð fyrir annarri opinberri sýningu. Ágóðinn af sýningunni fer í áframhaldandi uppbyggingu á öflugu leiklistarstarfi skólans. Á föstudagsmorgun er síðan boðssýning fyrir nemendur úr Flúðaskóla og nágrannaskólum.

Suðurlandsriðill Skólahreytis verður  fimmtudaginn 22. mars og fara allir nemendur í unglingadeild með til að hvetja sitt fólk. Keppendur fyrir hönd Flúðaskóla þetta árið eru: Máni Snær Benediktsson, Valgerður Einarsdóttir, Ásta Ivalo Guðmundsd. Isaksen og Haukur Arnarsson. Varamenn eru þau Guðný Vala Björgvinsdóttir og Þorvaldur Logi Einarsson.