Rusladagur á föstudag
Föstudaginn 11.maí frá kl 10:15-12:15 er árlegur hreinsunardagur hjá nemendum og starfsfólki Flúðaskóla.
Nauðsynlegt er að nemendur komi klæddir eftir veðri.
Að hreinsunarstarfi loknu er boðið upp á grillaðar pylsur.
Föstudaginn 11.maí frá kl 10:15-12:15 er árlegur hreinsunardagur hjá nemendum og starfsfólki Flúðaskóla.
Nauðsynlegt er að nemendur komi klæddir eftir veðri.
Að hreinsunarstarfi loknu er boðið upp á grillaðar pylsur.
Smellið hér á tengilinn til að sjá auglýsinguna
Litlu jólin hjá okkur verða miðvikudaginn 20.des og hefjast kl.10:30. Þau byrja inni í sinni heimastofu, borða svo jólamat í mötuneytinu og að því loknu fara allir saman út í félagsheimili.
Skemmtunin þar hefst með helgileik hjá 5.bekk og svo jólaball þar á eftir.
Heimakstur ekki seinna en kl. 14:15
-Verðlaun
Föstudaginn 20.október er haustþing kennara og því enginn skóli þann dag.
Föstudaginn 6.október er starfsdagur hjá kennurum Flúðaskóla og því enginn skóli þann dag.
Aðalfundur Foreldrafélags Flúðaskóla
verður haldinn í matsal skólans mánudaginn 9. október kl. 20:30
Dagskráin er hefðbundin
1. Skýrsla stjórnar
2. Fjárhagsreikningur
3. Kosning stjórnar
4. Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð Flúðaskóla 5. Önnur mál
-Stjórnin
Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann hefjist í ellefta sinn.
Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.
Skólaslit Flúðaskóla verða fimmtudaginn 1.júní í Félagsheimili Hrunamanna kl. 14:00.
Þeir nemendur sem eiga rétt á skólaakstri stendur til boða akstur á skólaslitin, ef þið þurfið að nýta ykkur það þá þarf að hafa samband við ritara fyrir kl. 13:00 mánudaginn 29.maí í síma 480-6610 eða á netfangið ritari@fludaskoli.is
Vikuna 3.-7. apríl verður ,,Opinn skóli“ fyrir foreldra í Flúðaskóla í annað skipti í vetur. Í samræmi við skólastefnuna viljum við tengja foreldra sem best við starfið okkar, og því skorum við á foreldra að koma í heimsókn, þegar þeim hentar, og taka virkan þátt í starfinu með okkur. Við setjum upp þrjár leiðir fyrir
Á morgun, miðvikudaginn 11.janúar, er starfsdagur hjá okkur hér í Flúðaskóla og því enginn skóli hjá nemendum.