Nemendur í 3. og 4. bekk fá kökusneið.

Nemendur í 3. og 4. bekk fá kökusneið.

Nemendur og starfsfólk Flúðaskóla tók þátt í bleika deginum með því  að mæta í bleiku. Í tilefni dagsins var síðan komið á óvart með gulrótarköku með bleiku kremi sem Bjarni hafði útbúið fyrir okkur. Skemmtilegt var hve almenn þátttaka nemenda og starfsfólks var en nemendafélagið sá um að auglýsa daginn og hvetja til þátttöku.