Í gær miðvikudag var bleikur dagur í skólanum til að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Nemendur og starfsfólk tók þátt í þessum degi með því að mæta í einhverju bleiku. Búið að skreyta skólann með bleikum blöðrum og setti þetta skemmtilegan svip á daginn.