Föstudaginn 17. nóvember er tvöfaldur dagur á skóladagatalinu okkar, þennan dag verða nemendur í skólanum til klukkan 15:00 í stað 12:15.
Við ætlum að halda upp á  Dag íslenskrar tungu degi seinna en vant er sem er  16. nóvember, en þá er Halldórsmótið í skák á afmælisdegi Halldórs heitins Gestssonar.
Opið hús verður í Flúðaskóla frá 13:00 – 15:00, þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá t.d. söng, hljóðfæraleik og upplestur svo eitthvað sé nefnt. Við hvetjum alla til að gefa sér tíma til að koma og njóta dagsins með okkur. Nánari dagskrá kemur á miðvikudaginn 15. nóvember.