Dagskrá:

kl. 13:50 Kvíadalur

Setning

Kl. 13:55 Kvíadalur

1.– 4. bekkur syngur eftirfarandi lög: Skólasöngur Flúðaskóla, eftir Möggu í Túnsbergi, Ferðalok og Skýin.

7. bekkingar hefja undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina með flutningi ljóða og gamansagna eftir skáld úr samfélaginu.

Atriði frá Tónlistarskóla Árnesinga.

Kl. 14:20 – 15:00 Tónastaðir

8. bekkur sýnir veggmyndir með fréttum og sögum úr samfélaginu.

Kl. 14:15 – 15:00 Kvíadalur og Vegghamrar

9. og 10. bekkur verða með kynningu á þemaverkefni um grenndarsamfélagið.

Kl. 14:30 – 15:10 Kluftir

5. – 6. bekkur flytja eigið efni, ljóð og sögur, sem að sumu leyti tengjast heimabyggðinni.

Verk nemenda hanga á veggjum um allan skólann, allar kennslustofur opnar.

Boðið verður upp á kaffi og kruðerí sem nemendur hafa gert í heimilisfræði.

Allir velkomnir