Þriðjudaginn 12. september verða hópfundir fyrir foreldra nemenda í Flúðaskóla, þar sem skólastarfið verður kynnt og farið yfir helstu mál sem allir þurfa að hafa á hreinu.

2. – 7. bekkur kl. 15:30 – 16:00

8. – 10. bekkur kl 16:15 – 16:45

Skólastofur verða opnar til kl 17:00, þar sem hægt verður að kynna sér námsefni og spjalla við kennara.
Mjög mikilvægt er að minnsta kosti annað foreldrið sjái sér fært að mæta á fundinn.
Boðið verður upp á veitingar.