Foreldrar boðnir velkomnir í „opinn skóla“

Vikuna 11. – 15. apríl verður ,,Opinn skóli“ fyrir foreldra í Flúðaskóla í annað skipti í vetur.  Í samræmi við skólastefnuna viljum við tengja foreldra sem best við starfið okkar, og því skorum við á foreldra að koma í heimsókn, þegar þeim hentar, og taka virkan þátt í starfinu með okkur. Við setjum upp þrjár leiðir fyrir foreldra sem allar ganga út á að sá sem kemur bóki sig á tíma hjá viðkomandi kennara eða skólastjórnendum. Umsjónarkennarar munu senda tilkynningu til foreldra ef einhverjir sérstakir viðburðir eru í gangi hjá viðkomandi bekk þessa viku.

Stuðningsfulltrúi:
Foreldri kemur í 40 mínútna kennslustund og er tilbúinn að aðstoða alla nemendur í bekknum í þeim verkefnum sem eru í gangi undir stjórn kennarans.

Kennari:
Foreldri kemur í kennslustund með fræðslu sem tekur 10-40 mínútur. Foreldrið skipuleggur kennsluna eftir sínu áhuga-, þekkingar- og reynslusviði.

Gæsla í frímínútum:
Foreldrar taka að sér að vera í gæslu í frímínútum:
Kl. 10:00 – 10:20: 8.-10. bekkur inni og 1. – 7. bekkur úti

Nú er næsta skref hjá foreldrum að skoða stundatöflu barnanna, velja sér tíma og senda póst á viðkomandi kennara með ósk um að fá að taka þátt í tímanum annað hvort sem stuðningsfulltrúi eða kennari. Þeir sem ætla að taka að sér gæslu senda póst á fludaskoli@fludaskoli.is

Meðfylgjandi er netfangalisti kennara:

Nafn

 

Netfang

Alma Jenny Sigurðardóttir

samfr. og enska í unglingadeild

jenny@fludaskoli.is

Árni Þór Hilmarsson

umsjón 10. bekk og íþróttir

arni@fludaskoli.is

Bára Sævaldsdóttir

umsjón 10. b. og stærðfr. í unglingad.

bara@fludaskoli.is

Eygló Jósephsdóttir

myndmennt

eygloj@fludaskoli.is

Fríður Sæmundsdóttir

umsjón 1. b.

fridur@fludaskoli.is

Guðbjörg Viðarsdóttir

umsjón 4. -5. b. og íþróttir

gudbjorg@fludaskoli.is

Gyða Björk Björnsdóttir

náttúrufræði í unglingad.

gydabjork@fludaskoli.is

Halla Gunnarsdóttir

umsjón 2. – 3. b.

hallag@fludaskoli.is

Halla S. Bjarnadóttir

umsjón 7. b.

halla@fludaskoli.is

Helena Eiríksdóttir

handavinna og stæ. á yngsta- og miðstigi

helena@fludaskoli.is

Helga Kolbeinsdóttir

tónmennt og heimilisfr. á yngsta- og miðstigi

helgak@fludaskoli.is

Jóhanna Lilja Arnardóttir

íslenska í 10.b

johannalilja@fludaskoli.is

Katrín Guðjónsdóttir

umsjón 9. b, enska og ísl. í unglingad.

katring@fludaskoli.is

Kristín Erla Ingimarsdóttir

smíði og nýsköpun

kristinerla@fludaskoli.is

Margrét Guðmundsdóttir

umsj. 8. bekk
samfr. og danska í unglingad.

margretg@fludaskoli.is

Margrét Jónsdóttir

enska á yngsta- og miðstigi

margretj@fludaskoli.is

Sjöfn Sigurðardóttir

umsjón 6. bekk

sjofn@fludaskoli.is

     
 
 

Við vonum að við sjáum sem flesta foreldra í Flúðaskóla, að sjálfsögðu eru allir bundnir trúnaði við það sem þeir sjá og heyra á skólatíma.

Kveðja

Starfsfólk Flúðaskóla