Fimmtudaginn 12. september ætla nemendur og starfsfólk Flúðaskóla í gönguferð. Við förum með skólabílum áleiðis að bænum Laugum og þaðan göngum við inn í Gildurhaga. Staðurinn er mikil náttúruperla, þar er m.a. að finna hinn sögufræga Sængurkonuklett. Sagan segir að þangað hafi þunguð kona flúið undan mannýgu nauti og alið þar barn.

Nauðsynlegt er að nemendur komi klæddir eftir veðri og í góðum skóbúnaði.

Nemendur mega taka með sér nesti til að eiga í morgunhressingu, ekki er leyfilegt að koma með gos og sælgæti.