Halldórsmótið í skák verður haldið fimmtudaginn, 15. nóvember. Mótið hefst strax í fyrsta tíma og gert er ráð fyrir 4 kennslustundum í það. Keppt verður í tveimur flokkum, 3. – 7. bekk og 8. – 10. bekk.
Mótið verður haldið í Félagsheimilinu. Þeir unglingar sem ekki eru að keppa verða fengnir til að aðstoða við bakstur á vöfflum en ætlunin er að bjóða öllum að fá vöfflu að hætti Halldórs.
Allir eru velkomnir að kíkja við.