Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða.

Allir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum hætti geta hlotið verðlaunin, t.a.m. leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar, símenntunarstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélag/skólanefndir og foreldrafélög.

Í ár voru verðlaunin afhent í 12. sinn, og eins og áður hefur komið fram hlaut Flúðaskóli verðlaunin fyrir leiklistarstarf.

Fyrir 10 árum hlotnaðist skólanum einnig sá heiður að fá þessi verðlaun, fyrir skólaþróunarverkefnið „Lesið í skóginn“

Við erum ótrúlega stolt og þakklát fyrir þessar viðurkenningar á starfi okkar og því skólasamfélagi sem við tilheyrum.