Ánægjulegt er að segja frá því að Guðný María Sigurbjörnsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur hafið störf við Flúðaskóla um er að ræða sameiginlegan starfsmann grunnskólanna í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Guðný María verður á miðvikudögum í Flúðaskóla til að sinna náms- og starfsfræðslu, auk þess sem nemendur geta pantað viðtalstíma hjá henni. Við bjóðum Guðnýju Maríu velkomna til starfa í Flúðaskóla.