Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur ákveðið að veita sérstaka fjárveitingu til skólans til kaupa á nauðsynlegum námsgögnum fyrir nemendur Flúðaskóla. Í fyrra tókum við þá ákvörðun að útvega nemendum stílabækur og möppur, en göngum nú alla leið, og verða því námsgögn og áhöld sem nemendur þurfa að nota í skólanum þeim að kostnaðarlausu. Vegna þessa verða engir innkaupalistar sendir út.
Við fögnum þessari ákvörðun sveitarstjórnar Hrunamannahrepps.