Kosið hefur verið í nýtt nemendaráð fyrir skólaárið 2016 – 2017. Ráðið skipa þau Ragnheiður Guðjónsdóttir 10. bekk, Einar Kári Sigurðsson 10. bekk, Kristjana Sigmundsdóttir 9. bekk, Birgir Janusz Kuc 8. bekk og Damian Jozefik 7. bekk. Hlutverk nemendaráðs er að vinna að félags-, hagsmuna og velferðarmálum nemenda. Ráðið kemur þannig að öllu sem kemur nemendum við t.d. í sambandi við aðstöðu, uppákomur, lög og reglur, tæki og tól o.s.frv. Þeir nemendur sem sitja í nemendaráði funda með skólastjórum eins og þurfa þykir. Nemendaráð velur tvo fulltrúa til að sitja í skólaráði Flúðaskóla.