Í dag var haldið nemendaþing, markmið þingsins var að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og fá fram mismunandi sjónarmið og umræður.
Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa og 10. bekkingar voru borðstjórar sem stýrðu umræðum og pössuðu upp á að allir fengju að komast að með sínar skoðanir. Einn starfsmaður var ritari hvers hóps og mátti viðkomandi ekki blanda sér í umræður hópsins.

Okkur fannst takast vel til með þingið 10. bekkingar stóðu sig mjög vel sem borðstjórar og nemendur voru almennt virkir í umræðum.  Niðurstöður þingsins verða teknar saman og síðan gerð aðgerðaáætlun til þess að hægt verði að vinna að úrbótum þar sem þess er þörf.
Nemendaþing eru góður vettvangur til að þroska gagnrýna hugsun og stuðla að lýðræðislegum vinnubrögðum. Stefnt er að því að  nemendaþing verði árlegur viðburður í Flúðaskóla þar sem mismunandi málefni verða tekin fyrir í hvert skipti og rædd á lýðræðislegan hátt.