Eins og stendur á skóladagatalinu okkar þá verður með „Opinn skóli“ fyrir foreldra í Flúðaskóla vikuna 5. – 9. desember 2016.

Í samræmi við skólastefnuna viljum við tengja foreldra sem best við starfið okkar og því skorum við á foreldra að koma í heimsókn, þegar þeim hentar, og taka virkan þátt í starfinu með okkur. Við setjum upp þrjár leiðir fyrir foreldra sem allar ganga út á að sá sem kemur bóki sig á tíma hjá viðkomandi kennara.
Umsjónarkennarar hafa sent tilkynningu til foreldra ef einhverjir sérstakir viðburðir eru í gangi hjá viðkomandi bekk þessa viku.

Stuðningsfulltrúi:
Foreldri kemur í 40 mínútna kennslustund og er tilbúinn að aðstoða alla nemendur í bekknum í þeim verkefnum sem eru í gangi undir stjórn kennarans.

Kennari:
Foreldri kemur í kennslustund með fræðslu sem tekur 10 – 40 mínútur. Foreldrið skipuleggur kennsluna eftir sínu áhuga-, þekkingar- og reynslusviði.

Gæsla í frímínútum:
Foreldri tekur að sér gæslu í frímínútum:
Kl. 10:00 – 10:20: 8. – 10. bekkur inni og 1. – 7. bekkur úti.
Þarna er tilvalið tækifæri fyrir foreldra að sjá hvernig Vinaliðaverkefnið fer fram, það er ekki alla daga því þarf að fá nánari upplýsingar hvaða daga það er, vilji foreldrar kynnast því.

Nú er næsta skref hjá foreldrum að skoða stundatöflu barnanna, velja sér tíma og senda póst á viðkomandi kennara með ósk um að fá að taka þátt í tíma annað hvort sem stuðningsfulltrúi eða kennari. Þei sem ætla að taka að sér gæslu senda póst á fludaskoli@fludaskoli.is 

Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra í Flúðaskóla, að sjáfsögðu eru allir bundnir trúnaði við það sem þeir sjá og heyra á skólatíma.