Eins og undanfarin ár verður boðið upp á Skólasel fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og verður Jóhanna Bríet Helgadóttir umsjónarmaður þess í vetur.

Opnunartími skólasels er frá því að skóladegi lýkur til kl: 16:00 fjóra daga vikunnar, þ.e.  mánudags til fimmtudags.

Markmiðið er að börnunum líði vel og fái notið sín í leik  og starfi og  er mikil áhersla lögð á frjálsan leik, þar sem Skólasel er í raun frítími barnanna því reynum við að hafa umhverfið sem heimilislegast.

Verðskrá 1. janúar – 31. desember 2016 er pr. klst. 305 kr. og hressing 110 kr.

 

Skráning fer fram hjá ritara Flúðaskóla í síma 480 6610 eða á netfangið ritari@fludaskoli.is