Skólareglur og viðurlög

Við, nemendur í Flúðaskóla:

 1. Sýnum öllum fyllstu kurteisi.
 2. Erum stundvís, samviskusöm og vandvirk í öllu sem við gerum.
 3. Virðum vinnufrið í kennslustundum.
 4. Notum hvorki gosdrykki né sælgæti á skólatíma.
 5. Virðum mörk skólalóðar og stundum verslunarferðir utan skólatíma.
 6. Göngum vel um umhverfi okkar og virðum eigur annarra.
 7. Notum síma og hljómtæki einungis í kennslustundum með leyfi kennara. Notum engin þau tæki og tól sem valda truflunum og óþægindum.
 8. Reykjum ekki né neytum annarra vímuefna.
 9. Tökum ekki þátt í ofbeldi og einelti.

 

Viðurlög við broti á þessum reglum:

 1. – 6. regla: Vinnuferli a – f.
 2. regla: Farsími tekinn af nemanda. Starfsfólk metur í hvert skipti hvort farið sé með símann/tækið til skólastjórnenda og þá þarf nemandinn að sækja símann/tækið þangað í lok dags. Við ítrekuð brot er haft samband við foreldra.
 3. – 9. regla: Vinnuferli c – f.

Skólastjóri og umsjónarkennari geta kvatt til nemendaráð við ákvörðun viðurlaga í einstökum tilfellum.

Skólareglur Flúðaskóla gilda í skólabílum og ferðum á vegum skólans.

 

Vinnuferli vegna skólareglna:

 1. Starfsfólk skóla leiðbeinir/áminnir nemendur í daglegu starfi og stuðlar þannig að því að reglur séu virtar.
 2. Umsjónarkennari ræðir við nemanda og síðanvið nemanda og forráðamann hans.
 3. Málinu vísað til skólastjóra sem getur ákveðið að vísa nemanda heim án tafar.
 4. Skólastjóri og forráðamaður ákveða í sameiningu hvort forráðamaður mæti tímabundið með barni sínu í skólann.
 5. Skólastjóri ákveður hvort nemandi sem ekki heldur skólareglur verði tímabundið útilokaður frá félagslífi og ferðum á vegum skólans.
 6. Skólastjóra er heimilt að vísa nemanda tímabundið úr skóla ef nemandi lætur sér ekki segjast, ítrekuð brot hans eru alvarleg eða hann stefnir eigin eða annarra lífi eða heilsu í hættu innan skólans. (Sbr. Reglugerð nr. 1040/2011 um skólareglur í grunnskóla).

Reglur varðandi hjól, hlaupahjól, hjólabretti og línuskauta á skólatíma

 • Nemendur skulu ávallt nota öryggishjálma.
 • Á afmörkuðu svæði má vera á hlaupahjólum, hjólabretti, línuskautum og BMX hjólum. Ekki er gert ráð fyrir venjulegum reiðhjólum á þessu svæði.
 • Þessar reglur eru settar til að tryggja öryggi. 
 • Þessar reglur eru hluti af skólareglum Flúðaskóla, viðurlög við brotum á þessum reglum eru sambærileg öðrum viðurlögum við skólareglum.