Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Kerhólsskóla þriðjudaginn 6. mars. Hátíðin var í alla staði glæsileg, Elísa Jóhannsdóttir rithöfundur flutti ávarp og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga voru á milli atriða í lokin voru síðan veitingar. Nemendur í 7. bekk sem valdir voru úr Bláskógaskóla Reykholti, Bláskógaskóla Laugarvatni, Kerhólsskóla, Flúðaskóla, Þjórsárskóla og Flóaskóla tóku þátt. Skáld keppninnar í ár voru þau Sigrún Eldjárn og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Óskar Snorri Óskarsson vinningshafi frá því í fyrra las kynningu á ljóðskáldi keppninnar. Allir lesarar fengu viðurkenningu og þrír bestu fengu peningaverðlaun.

Valdís Una Guðmannsdóttir og Sirui Xiang voru  fulltrúar Flúðaskóla og stóðu sig með prýði. Enn einu sinni kom Flúðaskóli heim með verðlaun þar sem Valdís Una hreppti þriðja sætið. 
Fulltrúi Flóaskóla var í fyrsta sæti og annað sæti hlaut fulltrúi Bláskógaskóla Laugarvatni.

Gaman er að segja fá því að þetta er sjötta árið í röð sem við lendum í verðlaunasæti og sum árin hafa þau verið fleiri en eitt. 

Innilega til hamingju með flottan árangur!