Vinningshafar 2. sæti Hallgerður Höskuldsdóttir Flóaskóla, 1. sæti Óskar Snorri Óskarsson Flúðaskóla og 3. sæti Valdimar Örn Ingvarsson Þjórsárskóla

Fimmtudaginn 9. mars var Stóra upplestrarkeppnin fyrir okkar svæði haldin í Aratungu í Reykholti, þar sem 12 nemendur frá sex skólum lásu bæði texta og ljóð. Það er skemmst frá því að segja að Óskar Snorri kom, sá og sigraði

Damian stóð sig einnig með mikilli prýði. Verðlaunahafar í fyrsta og öðru sæti frá því í fyrra þau Una Bóel og Aron Ernir kynntu höfunda keppninnar í ár, þau Steinunni Sigurðardóttur og Andra Snæ Magnason. Hringur Karlson spilaði svo listavel á saxafón.

Við eru svo stolt af ykkur, til hamingju öll með frábæra frammistöðu.