IMG_0289

4. og 5. bekkingar ásamt Guðbjörgu umsjónarkennara sínum.

Miðvikudaginn 25. maí  buðu nemendur í 4. og 5. bekk til hátíðar þar sem þau sýndu afrakstur vinnu sinnar við verkefni sem unnið var eftir Landnámsaðferð Herdísar Egilsdóttur. Verkefnið hefur staðið yfir hjá þessum hópi í eitt og hálft ár meðfram öðru námi undir stjórn Guðbjargar umsjónarkennara og Gunnu Siggu stuðningsfulltrúa. 

Höfuðviðfangsefni þessarar aðferðar er líf nútímafólks á landi þar sem allt vantar nema gjafir náttúrunnar og það hvernig þjóðin kemur sér upp mannsæmandi lífsskilyrðum, hvað það kostar hana, hvernig hún velur og hafnar eftir aðstæðum og efnahag. Hvernig hún bregst við óæskilegum áhrifum og freistingum og hvaða gildi hún hefur í hávegum. Kennnsluaðferðin er þverfagleg og tekur til flestra námsgreina og reynir mikið á samvinnu.

Þjóðarréttir Tacólands

Þóðarréttir Tacólands

 

Hátíðin var hin besta skemmtun og gaman að sjá hversu margir aðstandendur mættu til okkar í skólann.

 

IMG_0283