Smá hluti af því sem safnaðist.

Í dag var umhverfisdagur í Flúðaskóla en þá fara nemendur og starfsfólk út og hreinsa upp rusl í nágrenni skólans. Ruslamálaráðherrann, Kolbrún Haraldsdóttir, sá alfarið um skipulagningu þessa viðburðar þetta árið. Nemendur og starfsfólk leikskólans voru með okkur þennan dag og auk þess mættu nokkrir foreldrar, sveitarstjórinn og starfsfólk sveitarfélagsins. Að ruslahreinsun lokinni  bauð ruslamálaráðherrann upp á pylsur og safa sem rann ljúflega ofaní alla viðstadda að loknu góðu dagsverki í dásamlegu veðri. 

 

Stelpurnar í 6. og 7. bekk létu ekki sitt eftir liggja.

Stelpurnar í 6. og 7. bekk létu ekki sitt eftir liggja.

Strákarnir í 6. og 7. bekk voru líka duglegir.

Strákarnir í 6. og 7. bekk voru líka duglegir.