Árni prófar vatnsbrunninn í Kvíadal.

Árni prófar vatnsbrunninn í Kvíad

Í dag var það frábæra framfaraskref tekið í skólanum að teknir voru í notkun nýir vatnsbrunnar. Mikið hefur verið rætt um að bæta aðgengi nemenda að vatni og með þessum brunnum erum við að bregðast meðal annars við því sem embætti landlæknis hvetur til, sem er að „hvetja til þess að vatnsbrunnar séu aðgengilegir í skólanum“.  Gott er að nemendur komi með vatnsbrúsa eða flöskur að heiman. Ekki verður boðið upp á einnota drykkjarmál því það samræmist ekki umhverfisstefnu skólans.

Vatnsbrunnur á kennslugangi

Vatnsbrunnur á kennslugangi