Halldórsmótið

Halldórsmótið í skák fór fram 16. nóvember á fæðingardegi Halldórs Gestssonar fyrrverandi húsvarðar í Flúðaskóla. Mótið er haldið til minningar um hann en Halldór var áhugasamur um skákíþróttina og gerði henni góð skil innan veggjar skólans. Var þetta í 16. sinn sem að mótið er haldið í Flúðaskóla. Að venju var þátttaka góð en nemendum í 3.-10.bekk stendur til boða að taka þátt. Að þessu sinni tóku 55 nemendur þátt í sitt hvorum flokknum. 22 í yngri flokknum, 3.-7. bekk og 33 í eldri flokknum, 8.-10. bekk. Nokkrir nemendur sem hefðu tekið þátt voru fjarverandi vegna veikinda og leyfa. Í ár var mikil spenna í öllum flokkum og enginn komst með fullt hús í gegnum allt mótið. Hér að neðan má sjá efstu sætin í hverjum flokki. Venju samkvæmt var boðið upp á vöfflur með súkkulaði glassúr í anda Halldórs heitins að móti loknu.
 
Yngri flokkur
Strákar:
1. Daniel Rúnar Arobo Thoroddsen 6.b. 7,5 v
2. Stefán Fannar Halldórsson 7.b. 6,5 v
3. Loftur Þorsteinsson 4.b. 6 v
 
Stelpur:
1. Elín Helga Svansdóttir 7.b. 4 v
2. Kristín Viðja Árnadóttir 7.b. 4 v
3. Emma Rún Sigurðardóttir 7.b. 4 v
 
Eldri flokkur
Strákar:
1. Snorri Ingvarsson 8.b. 7 v
2. Sigurður Emil Pálsson 10.b. 7 v
3. Andri Óskarsson 8.b. 6 v
 
Stelpur:
1. Ástbjört Magnúsdóttir 10.b. 5 v
2. Sara Björk Arnórsdóttir 8.b. 5 v
3. Yangjiaxuan Xiang 8.b. 4 v