Varða á föstudögum

Á föstudögum bjóðum við upp á nýtt kennslufyrirkomulag hjá unglingastigi en Varðan er kennd á föstudögum og eru allir tíma dagsins undir. Vörðunni er ætlað að vera þverfaglegt kennsluform þar sem unnið er í lotum með ýmsum hætti. Varðan leggur áherslu á list- og verkgreinar, upplýsinga og tæknimennt, samfélagsgreinar, náttúrugreinar, íslensku og lífsleikni. Varðan er þróunarverkefni hjá okkur í Flúðaskóla en hún á sér þó hliðstæðu í íslensku skólakerfi þar sem ýmsir skólar á unglingastigi eru farnir að kenna með sams konar hætti þó svo að útfærslan sé eins misjöfn og skólarnir eru margir. Allir í unglingadeildinni vinna því saman á föstudögum og geta verkefnin verið bæði hóp og einstaklingsverkefni. Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu kennsluformi ná festu í skólastarfinu og auka þar með fjölbreytni og uppbrot í kennslu.