Fréttir

Myndasýning frá Danmerkurferð fimmtudaginn 7. desember kl. 17:00

Jólaskreytingar, heitt súkkulaði, piparkökur, dagur íslenskrar tónlistar, samsöngur og gleði.

Í dag var sannarlega skemmtileg vinna í Flúðaskóla. Herlegheitin hófust utan dyra en þeir Ævar og Sorin bjuggu til heitt súkkulaði með þeyttum rjóma sem nemendur gæddu sér á og laumuðu upp í sig einni og einni piparköku í leiðinni.